30.10.09




þvílíkt veður! ég eyddi heilum 15 mínútum í að greiða laufblöð úr hárinu eftir að ég kom heim. ég vona að þið hafi ekki lent í því sama. ég vona að veðrið fari að batna.

28.10.09

Heilir og sælir málfræðivinir

Síðan ég kom úr göngu hef ég haft ýmislegt fyrir stafni. Ég hef til að mynda blaðað aðeins í vini mínum Iversen og komist að mörgu áhugaverðu um forníslenska beygingakerfið. Svo teiknaði ég nokkrar hríslumyndir á vegginn í stofunni heima. Það ver einkar skemmtilegt. Ef þið viljið sitja á góðum stað og fletta í málfræðibókum endilega kíkið þá í heimsókn. Það er rosalega "kósí" (afsakið erlendar gæsalappir og slettur)að sitja að kvöldi til í sófanum, lesa málfræði og líta öðru hverju upp og sjá þessar líka skemmtilegu hríslumyndir á veggnum.
En segjum þetta gott í bili. Ég vona að þið hafið það gott. Hver veit nema ég heyri eitthvað í ykkur seinna í vikunni.

23.10.09

eitthvað sem allir ættu að forðast




þess ber að geta að ég hlaut engan skaða af þessari göngu.

21.10.09

ég geri fastlega ráð fyrir að bita nýjan bút úr lífi mínu á föstudag eða laugardag. ég fór nefnilega í svo skemmtilega fjallgöngu um daginn. fylgist vel með.

uppáhalds tré litla málfræðingsins

bananarnir

18.10.09

málfræðikindur




þetta mun vera fyrsta myndasagan með litla málfræðingnum.

litli málfræðingurinn í bloggheimum

vegna áskorunar hef ég hér opnað "blogg" litla málfræðingsins.
hér munu (vonandi) birtast hugleiðingar hans og myndasögur um hann.