28.10.09

Heilir og sælir málfræðivinir

Síðan ég kom úr göngu hef ég haft ýmislegt fyrir stafni. Ég hef til að mynda blaðað aðeins í vini mínum Iversen og komist að mörgu áhugaverðu um forníslenska beygingakerfið. Svo teiknaði ég nokkrar hríslumyndir á vegginn í stofunni heima. Það ver einkar skemmtilegt. Ef þið viljið sitja á góðum stað og fletta í málfræðibókum endilega kíkið þá í heimsókn. Það er rosalega "kósí" (afsakið erlendar gæsalappir og slettur)að sitja að kvöldi til í sófanum, lesa málfræði og líta öðru hverju upp og sjá þessar líka skemmtilegu hríslumyndir á veggnum.
En segjum þetta gott í bili. Ég vona að þið hafið það gott. Hver veit nema ég heyri eitthvað í ykkur seinna í vikunni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli