11.11.09

latur lítill málfræðingur

Eflaust spyrjið þið ykkur: hvar hefur litli málfræðingurinn verið síðustu daga? Hvers vegna hefur ekkert heyrst frá honum? Er allt í lagi með hann? Og eitthvað fleira á þessa leið.

Ég get sagt ykkur að það er allt í lagi með mig, tja eða næstum því. Ég er nefnilega búinn að vera hrikalega latur síðustu daga. Þetta byrjaði allt kvöldið sem ég sofnaði ofan á Íslensku orðtíðnibókinni minni. Nú hugsið þið eflaust: ooo hvað var hann að hugsa, hann hefði getað skemmt bókina. En verið róleg, það gerði ég ekki og mér til varnar þá var ég alveg rooosalega þreyttur. Ég hafði nefnilega verið að lesa mér til um tilvísunarsetningar og ákvað því að fletta upp í orðtíðnibók hversu oft tilvísunartengingin sem kæmi fyrir. Og þegar ég var að fletta í gegnum bókina varð ég skyndilega svo rosalega þreyttur að ég hreinlega sofnaði. Síðan þá hef ég haldið mig frá tilvísunarsetningum. Mig grunar nefnilega að þær hafi valdið þessari þreytu... En já, sem sagt, síðan þá hef ég ekki gert mikið.

En jæja. Þá er ég að minnsta kosti búinn að láta heyra aðeins í mér í bili. Ég vona að þið eigið málfræðifulla viku. Brátt nálgast líka dagur íslenskrar tungu og lítill fugl hefur sagt mér að Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum við HÍ, verði með alveg frábæra dagskrá. Hver veit nema við sjáumst þá...

2 ummæli:

  1. Mikið er gott að lesa að þú ert á lífi kæri litli málfræðingur! Ég var farin að sakna þín verulega, en það er nú alveg dásamlegt að við hittumst á degi íslenskunnar og fögnum afmæli Jónasar saman:D

    SvaraEyða
  2. Kári! Hvar ertu eiginlega? Ertu svo djúpt í rannsóknum að þú gleymir aðdáendum þínum!

    SvaraEyða